Lögð af stað í langferð

"Viltu komast í besta form lífs þíns?" las ég í litla facebook spjallglugganum á tölvuskjánum mínum um daginn. Maðurinn minn hafði rekist á auglýsingu frá Smartlandi Mörtu Maríu og Sporthúsinu þar sem auglýst var eftir þátttakendum í lífsstílsbreytingu. Ég leit á tölvuskjáinn og hugsaði "auðvitað langar mig það" og svo lokaði ég tölvunni.

Dagurinn leið og örugglega sá næsti líka, en alltaf flögraði hugurinn annað slagið að þessari spurningu. Síðustu alltof mörg ár hef ég nefninlega ákkúrat verið í endalausri leit  betra eintaki af sjálfri mér. Sú leit hefur þó lang oftast ekki skilað mér neinu nema skammtíma lausnum sem hafa horfið út í tómið að lokum... og gleymst þar! 

En jæja... að tveimur dögum liðnum var þetta enn í huga mér svo ég settist niður með símann minn og ákvað að fylla út umsóknina. Það fór nú ekki betur en svo að þegar ég hafði fyllt alla umsóknina vel og vandlega út, ákvað síminn minn að frjósa og hreinlega deyja í nokkrar sekúndur í höndununm á mér... Mig langaði að gráta! Ég henti símanum í sófann og sagði "þá á ég bara ekkert að gera þetta!!" Maðurinn minn áttaði sig strax á hvað var í gangi og benti mér ofur varlega á að það væri eflaust betra að sinna svona hlutum við tölvuna. Svo sagði hann með silkimjúkri röddu að það væri nú ekki gott að hætta við allt saman áður en ég væri búin að senda inn umsóknina, það færi mér ekki að láta svona. Ég hugsaði þetta vel og vandlega næstu nótt, í draumalandinu, og ákvað morguninn eftir að fylla umsóknina út aftur. Það kom líka nettur hjartsláttur og kítl í magann þegar ég smellti á "senda umsókn"!! 

Nú sit ég heima í sófanum mínum góða (með tölvuna í fanginu) að skrifa þetta og sé ekki í eina sekúndu eftir þessari ákvörðun minni. Næstu 12 vikur fæ ég nefninlega að vera með í ferðalagi sem getur ekki annað en haft góðar afleiðingar í för með sér. Vegurinn er kannski langur og hlykkjóttur, ég er samt nokkuð viss um að í þetta sinn komist ég langt. Ég geri mér auðvitað grein fyrir að þetta er langferð sem getur verið erfið... En ég ætla vil og skal! embarassed Með mér í för verða fjórir aðrir þátttakendur sem ég hlakka mikið til að kynnast, svitna, grenja og púla með. tongue-out

Auðvitað er ég pínu stressuð og veit jafnvel ekkert alveg hvað ég er að fara út í! Ég er samt fædd með ævintýraþrá í hjarta og leyfi því hjartanu að ráða en hef ögn af skynsemi með í för!

"If you can imagine it, you can achieve it.
If you can dream it, you can become it"
William Arthur Ward

Þangað til næst 
g..


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband